Fundur enn ekki boðaður

Ástráður Haraldsson býst við að boða brátt til fundar.
Ástráður Haraldsson býst við að boða brátt til fundar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvenær sest verður næst að samningaborðinu í kjaraviðræðum breiðfylkingar stærstu landssambanda og stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði og Samtaka atvinnulífsins. Breiðfylkingin vísaði kjaradeilunni til ríkissáttasemjara síðasta miðvikudag.

Morgunblaðið náði tali af Ástráði Haraldssyni ríkissáttasemjara í gær. Segist Ástráður ekki hafa tekið ákvörðun um hvenær hann muni boða til fundar en ljóst sé að það verði innan skamms.

„Ég hef samráð við málsaðila og fylgist með. Væntanlega verður boðað til fundar á næstu dögum,“ segir Ástráður.

Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, kveðst nokkuð vongóð um að ekki sé of langt á milli hugmynda SA og breiðfylkingarinnar. En hún bendir á að fjölmörg atriði komi inn á borð í slíkum samningaviðræðum og því sé að mörgu að huga.

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir markmið breiðfylkingarinnar vera skýrt: „Við viljum sjá ráðstöfunartekjur okkar félagsmanna aukast með fleiru en beinum launahækkunum.“

Nán­ar má lesa um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert