Gerir ráð fyrir ákvörðun seinna í dag

Ástráður Haraldsson gerir ráð fyrir því að hann taki ákvörðun …
Ástráður Haraldsson gerir ráð fyrir því að hann taki ákvörðun um boðun fundar seinna í dag mbl.is/Árni Sæberg

Gera má ráð fyr­ir því að rík­is­sátta­semj­ari taki ákvörðun seinni part­inn í dag um boðun fund­ar á milli breiðfylk­ing­ar stétt­ar­fé­laga og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins í Karp­hús­inu.

Þetta seg­ir Ástráður Har­alds­son rík­is­sátta­semj­ari í sam­tali við mbl.is.

Ástráður seg­ir lík­legt að hann taki ákvörðun um fund­ar­boð seinna í dag og að þá muni hann í kjöl­farið senda út fund­ar­boð á deiluaðila. Ætla má að fund­ur­inn verði þá á allra næstu dög­um að hans sögn.

Kjara­deil­an sigldi í strand í síðustu viku og var vísað til rík­is­sátta­semj­ara.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert