Grindvíkingar fastir á Krýsuvíkurveginum

Mynd af Krýsuvíkurveginum.
Mynd af Krýsuvíkurveginum. Ljósmynd/Aðsend

Mikil ófærð er á Krýsuvíkurveginum en Grindvíkingar reyna nú að fara þar um til að sækja búslóðir sínar í Grindavík.

Að sögn G. Péturs Matthíassonar, upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar, þá kappkostar Vegagerðin við að ryðja burtu snjó af veginum og segir hann að nokkrir bílar séu fastir. 

Búið var að ryðja snjó þar snemma í morgun en með snjókomu varð aftur ófært. G. Pétur segir að verið sé að kalla út fleiri tæki til að bæta ástandið en kveður hann að það muni taka sinn tíma. 

Sjónarvottur á staðnum segir í samtali við fréttastofu að umferðin færist lítið sem ekkert sums staðar og að hann hafi ekki séð neina snjómokstursbíla á veginum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert