Verjandi Dagbjartar Rúnarsdóttur hefur kært úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur til Landsréttar um að framkvæma eigi yfirmat á geðrannsókn sem hún sætti til að meta sakhæfi hennar.
Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari hjá héraðssaksóknara staðfestir þetta, en Ríkisútvarpið greindi fyrst frá.
Dabjört var ákærð fyrir að hafa orðið manni að bana í fjölbýlishúsi við Bátavog í september. Hún var handtekin á vettvangi og hefur sætt gæsluvarðhaldi síðan þá. Hún hefur neitað sök í málinu og vildi ekki að gert yrði mat á sakhæfi hennar.
Við þingsetningu málsins fyrr í þessum mánuði kom fram að ákæruvaldið teldi ástæðu til að skoða sakhæfi Dagbjartar þar sem hún væri mögulega haldin ranghugmyndum.
Samkvæmt matsgerð sérfræðinga um geðrænt ástand Dagbjartar er hún metin sakhæf.
Ákæruvaldið fór fram á að framkvæmt yrði svokallað yfirmat þar sem taka á til endurmats þau atriði sem voru metin.
Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á þá kröfu á föstudag og hafði Dagbjört þrjá sólarhringa til að kæra þann úrskurð, sem hún svo gerði í dag.