Mikil viðbrögð við hugmynd Vilhjálms

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins.
Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segist hafa fengið mikil viðbrögð við hugmyndinni sem hann kastaði fram í Spursmálum á mbl.is á föstudag.

Þar sagði Vilhjálmur að heppilegast væri ef hækkanir sem urðu um áramót hjá opinberum og einkaaðilum yrðu dregnar til baka og launahækkanir í nýjum kjarasamningum yrðu þá 0% fyrstu tólf mánuðina.

„Ég leyfi mér að segja hreinskilnislega að viðbrögðin við þessu hafa verið mjög mikil. Ég hef svo sem talað um þetta, bæði í okkar hópi á undanförnum vikum og hef nefnt þetta við Samtök atvinnulífsins. Mér finnst mjög ánægjulegt að finna þessi jákvæðu viðbrögð víða við þessari hugmynd. En það segir okkur hvað þessar miklu gjaldskrárhækkanir og verðhækkanir eru farnar að hafa mikil áhrif á fólk,“ segir Vilhjálmur og tekur fram að mjög ánægjulegt hafi verið að heyra Samband íslenskra sveitarfélaga taka vel í hugmyndina því til þess að hægt verði að hrinda hugmyndinni í framkvæmd þyrftu allir að vera með.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu sem kom út í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert