Samskiptin verið lítil sem engin

Vilhjálmur telur að deiluaðilar muni funda á miðvikudag eða fimmtudag.
Vilhjálmur telur að deiluaðilar muni funda á miðvikudag eða fimmtudag. Samsett mynd

Breiðfylking stéttarfélaga og Samtök atvinnulífsins hafa verið í litlum sem engum samskiptum frá því að kjaradeilunni var vísað til ríkissáttasemjara fyrir fimm dögum.

Þetta segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, í samtali við mbl.is.

Ekki liggur fyrir hvenær fundur verður boðaður á milli deiluaðila en Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari sagði í samtali við mbl.is í morgun að ákvörðun um slíkt myndi líklega vera tekin seinni partinn í dag.

Vilhjálmur kveðst hafa talað við Ástráð tvisvar sinnum í dag og væntir þess að fundur verði boðaður á miðvikudag eða fimmtudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert