Segja ákvörðun Bjarna gerræðislega

Íslensk stjórnvöld verða að aflétta aðgerð utanríkisráðherra strax, að mati …
Íslensk stjórnvöld verða að aflétta aðgerð utanríkisráðherra strax, að mati samtakanna. Samsett mynd/Árni Sæberg/Kristinn Magnússon

Félagið Ísland-Palestína fordæmir ákvörðun Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra um að frysta greiðslur til Palestínuflóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNRWA.

Í yfirlýsingu frá samtökunum segir að ákvörðunin hafi gerræðisleg og tekin áður en rannsókn á ásökunum Ísraels á  hendur starfsmönnum UNRWA hafi skilað niðurstöðu.

Mótmæli við Alþingi í síðustu viku til stuðnings Palestínu.
Mótmæli við Alþingi í síðustu viku til stuðnings Palestínu. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Palestínuflóttamannaaðstoð SÞ gegnir lykilhlutverki í neyðaraðstoð við Gazabúa sem eru í lífshættu sökum skorts á mat, vatni, lyfjum og eldsneyti vegna hernaðar Ísraels.

Með þessari aðgerð tekur íslenska ríkisstjórnin þátt í ólöglegri hóprefsingu eins og lýst er í Genfarsáttmálanum: „Með hugtakinu er ekki aðeins átt við refsingar, heldur einnig annars konar viðurlög, áreiti eða stjórnsýsluaðgerðir sem gripið er til gegn hópi í hefndarskyni fyrir verknað einstaklings eða einstaklinga sem teljast til hópsins“, “segir í tilkynningunni.

Bent er á að úrskurð Alþjóðadómstólsins í Haag um að mögulega sé þjóðarmorð í uppsiglingu á Gasasvæðinu, bæði vegna stöðugra sprengjuárása og vegna skorts á lífsnauðsynjum.

Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra í Ráðherrabústaðnum.
Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra í Ráðherrabústaðnum. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Aðgerð utanríkisráðherra er því í andstöðu við úrskurð dómstólsins og eykur enn frekar á áþján Gazabúa. Íslensk stjórnvöld verða að aflétta þessari aðgerð utanríkisráðherra strax. Neyðaraðstoð verður að berast til Gaza strax!” segir enn fremur í tilkynningunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka