Tveir voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir alvarlegt umferðarslys á Suðurlandsvegi við Sólheimasand upp úr klukkan 18 í kvöld.
Þetta staðfestir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í samtali við mbl.is. Hann segir þyrluna hafa verið kallaða út í mesta forgangi.
„Vegna aðstæðna á vettvangi var ákveðið að sjúkrabíll myndi keyra til móts við þyrluna,“ segir Ágeir. Suðurlandsvegi var lokað í kjölfar slyssins.
Þyrlan hafi flutt tvo með sjúkraflugi á Landspítalann í Fossvogi og lent þar kl. 21.20.