Vegir vestanlands gætu teppst

Lykilleiðir eins og Holtavörðuheiði, Brattabrekka og Steingrímsfjarðarheiði geta hæglega teppst.
Lykilleiðir eins og Holtavörðuheiði, Brattabrekka og Steingrímsfjarðarheiði geta hæglega teppst. mbl.is/Sigurður Ægisson

Lykilvegir vestanlands gætu hæglega teppst í dag en horfur eru á hríðarbyl yfir miðjan daginn, frá hádegi og þar til síðdegis.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Einari Sveinbjörnssyni, veðurfræðingi hjá Vegagerðinni.

Spáð er 14 til 18 metrum á sekúndu, blindfærð og skafrenningi. Segir Einar að lykilleiðir eins og Holtavörðuheiði, Brattabrekka og Steingrímsfjarðarheiði geti hæglega teppst.

Eins og mbl.is greindi frá fyrr í morgun þá eru hálku­blett­ir á flest­um stofn­leiðum á höfuðborg­ar­svæðinu og eitt­hvað um hálku. Ástæða er til að brýna fyr­ir fólki að fara var­lega í morg­un­um­ferðinni, að er kemur fram í tilkynningu Vegagerðarinnar. Víðar er þung­fært eða ófært á þjóðveg­um en unnið er að snjómokstri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert