Boðar til fundar í Karphúsinu

Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar með SA og …
Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar með SA og breiðfylkingu stéttarfélaga. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar á milli breiðfylk­ing­ar stétt­ar­fé­laga og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins í Karp­hús­inu. 

Þetta staðfestir Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari í samtali við mbl.is. Gert er ráð fyrir að fundur verði haldinn á morgun klukkan tvö.

Kjara­deil­a aðilanna sigldi í strand í síðustu viku og var í kjölfarið vísað til rík­is­sátta­semj­ara. 

Kjarasamningar vel á annað hundrað þúsund launamanna á almenna vinnumarkaðinum renna út nú um mánaðamótin og þar með fellur friðarskylda stéttarfélaga þeirra úr gildi.

Samningar nær allra stéttarfélaga innan Alþýðusambands Íslands losna til að mynda, en allt að 115 þúsund félagsmenn eru í aðildarfélögum ASÍ.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert