Boðar til fundar í Karphúsinu

Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar með SA og …
Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar með SA og breiðfylkingu stéttarfélaga. mbl.is/Kristinn Magnússon

Rík­is­sátta­semj­ari hef­ur boðað til fund­ar á milli breiðfylk­ing­ar stétt­ar­fé­laga og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins í Karp­hús­inu. 

Þetta staðfest­ir Ástráður Har­alds­son rík­is­sátta­semj­ari í sam­tali við mbl.is. Gert er ráð fyr­ir að fund­ur verði hald­inn á morg­un klukk­an tvö.

Kjara­deil­a aðil­anna sigldi í strand í síðustu viku og var í kjöl­farið vísað til rík­is­sátta­semj­ara. 

Kjara­samn­ing­ar vel á annað hundrað þúsund launa­manna á al­menna vinnu­markaðinum renna út nú um mánaðamót­in og þar með fell­ur friðarskylda stétt­ar­fé­laga þeirra úr gildi.

Samn­ing­ar nær allra stétt­ar­fé­laga inn­an Alþýðusam­bands Íslands losna til að mynda, en allt að 115 þúsund fé­lags­menn eru í aðild­ar­fé­lög­um ASÍ.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert