Golfsettið og pítsaofninn með í bílinn

Alexandra Hauksdóttir og Gunnar Þór Jónsson voru ánægð með að …
Alexandra Hauksdóttir og Gunnar Þór Jónsson voru ánægð með að komast í húsið sitt í Grindavík. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þau Al­ex­andra Hauks­dótt­ir og Gunn­ar Þór Jóns­son voru með full­an sendi­ferðabíl af dóti þegar blaðamaður náði tali af þeim við lok­un­ar­póst á Norður­ljósa­vegi skammt frá Bláa lón­inu í gær.

Yf­ir­völd gáfu Grind­vík­ing­um leyfi til að fara heim til sín í þrjár klukku­stund­ir til að sækja þangað muni og huga að hús­næðinu. Fylgja þurfti ströng­um regl­um. Meðal ann­ars mátti ekki eiga við hitastill­ing­ar, ekki nota sal­erni og ekki fara um bæ­inn, enda mikið af opn­um skurðum og sprung­um. 

Vantaði muni í eld­húsið

Að sögn Al­exöndru sóttu þau ýmsa muni sem vantaði í íbúðina þar sem þau búa núna með börn­un­um sín­um tveim­ur, þar á meðal fyr­ir eld­húsið.

„Við sótt­um líka fleiri föt og dót fyr­ir börn­in okk­ar. Hann [Gunn­ar Þór] sótti golf­settið sitt og svo sótt­um við pít­sa­ofn­inn okk­ar. Þetta var bara sitt lítið af hverju, en eng­ir stór­ir mun­ir samt,” grein­ir Al­ex­andra frá úr farþega­sæt­inu.

Töluverð umferð var við lokunarpóstinn í gær.
Tölu­verð um­ferð var við lok­un­ar­póst­inn í gær. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Húsið eins og ný­byggt 

Hús­næðið þeirra í Grinda­vík er par­hús. Spurð út í ástandið á því eft­ir jarðhrær­ing­arn­ar í bæn­um seg­ir Al­ex­andra það vera eins og ný­byggt, en þangað fluttu þau inn fyr­ir tveim­ur og hálfu ári.

Húsið er staðsett ná­lægt stóru sprung­unni í Grinda­vík og í sama hverfi og þar sem hraunið rann inn í bæ­inn. Húsið var samt aldrei í hættu, enda í ör­uggri fjar­lægð. 

Úr 190 fer­metr­um í 60 

„Mér leið mjög vel heima,” seg­ir Al­ex­andra, sem vill flytja aft­ur á heima­slóðirn­ar með fjöl­skyld­unni „þegar allt er orðið ör­uggt”.  

„Við erum í Kefla­vík í 60 fer­metr­um úr 190 [fer­metr­um]. Þetta er smá mun­ur,” bæt­ir hún við um mun­inn á íbúðinni þeirra núna og par­hús­inu góða.

Ef þau fá stærri íbúð á næst­unni ætla þau að sækja það sem eft­ir er af bú­slóðinni í Grinda­vík næst þegar það verður í boði.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert