Nafn mannsins sem lést á Vesturlandsvegi

Maðurinn sem lést umferðarslysi á Vesturlandsvegi þann 16. janúar hét Guðjón Einar Guðvarðarson og var búsettur í Borgarnesi.

Hann var 71 árs gamall og lætur eftir sig eiginkonu og þrjú uppkomin börn.

Slysið átti sér stað á Vesturlandsvegi skammt frá gatnamótunum við Hvalfjarðarveg. Þar hafði fólksbifreið á suðurleið rekist utan í vöruflutningabifreið sem kom úr gagnstæðri átt og síðan á aðra vöruflutningabifreið sem kom þar á eftir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka