Óljóst með stuðning við UNRWA

Áframhaldandi stuðningur verður metinn með hliðsjón af öllum fyrirliggjandi upplýsingum …
Áframhaldandi stuðningur verður metinn með hliðsjón af öllum fyrirliggjandi upplýsingum og aðstæðum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Áframhaldandi stuðningur Íslands við Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) verður metinn að loknu samráði um framhald málsins, við Norðurlöndin og fleiri líkt þenkjandi ríki, með hliðsjón af öllum fyrirliggjandi upplýsingum og aðstæðum.

Þetta segir Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra í kjölfar fundar fulltrúa utanríkisþjónustunnar með UNRWA sem haldinn var í gær vegna ásakana um tengsl fyrrverandi starfsmanna stofnunarinnar við árás Hamas-hryðjuverkasamtakanna á Ísrael 7. október.

„Fulltrúar ráðuneytisins áttu ágætan fund með aðstoðarframkvæmdastjóra UNRWA ásamt öðrum framlagsríkjum, þar sem viðbrögð stofnunarinnar voru rakin – m.a. brottrekstur þeirra starfsmanna sem um ræðir og ítarleg innri úttekt á vegum SÞ,“ segir Bjarni.

Sextán ríki fresta framlögum

Samkvæmt þeim upplýsingum sem utanríkisráðuneytið hefur eru þau ríki sem tilkynnt hafa um einhvers konar frestun framlaga, auk framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins; Bandaríkin, Bretland, Þýskaland, Ítalía, Ástralía, Finnland, Kanada, Holland, Eistland, Lettland, Litháen, Japan, Austurríki og Rúmenía, auk Danmerkur sem hyggst fylgja afstöðu ESB í málinu og Svíþjóðar, sem mun fresta greiðslu þróunarframlaga.

Bjarni mun fara yfir stöðu málsins á ríkisstjórnarfundi nú í dag og í utanríkismálanefnd Alþingis á morgun. Í millitíðinni mun ráðuneytið halda áfram nánu samráði við Norðurlöndin um framhald málsins

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert