„Það er svo margt sem er undir“

Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur telur ekki hyggilegt að byggja meira til austurs ef aðrir kostir eru í boði. Hins vegar bendir hann á að engar líkur séu á því að gos komi upp í byggð á höfuðborgarsvæðinu þó hraunflæði gæti náð í byggð eins og dæmin sanna í Garðabæ og í Hafnarfirði. 

Af þeim sökum telur hann mikilvægt að fara þá þegar í fyrirbyggjandi aðgerðir. Fyrsta skrefið í því væri að gera hættumat með tilliti til þeirra gíga sem eru í Heiðmörk, Krýsuvík og í Bláfjöllum.

Flugvöllur í Hvassahrauni ekki góður kostur

Eins telur hann hyggilegt að leita annarra kosta en að byggja alþjóðaflugvöll í Hvassahrauni. 

„Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að fara að hugsa um hvað gerist á mismunandi gosreinum og þá hvernig við getum brugðist við því og draga úr áhrifum þess á daglegt líf. Það er svo margt sem er undir. Við getum vissulega fengið hraun inn í bæ. En við getum líka fengið hraun á vatnspípur, rafmagnsstaura og það getur farið á virkjanir og stöðvað þær,“ segir Þorvaldur. 

Þorvaldur telur að eldgos geti haft áhrif á höfuðborgarsvæðið.
Þorvaldur telur að eldgos geti haft áhrif á höfuðborgarsvæðið. mbl.is/Samsett mynd
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert