Varasamt ferðaveður á morgun

Fólk er hvatt til þess að fylgjast með veðurspám á …
Fólk er hvatt til þess að fylgjast með veðurspám á morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mik­il lausa­mjöll er nú yfir suðvest­an­verðu land­inu og því um­tals­verður skafrenn­ing­ur og eins él og snjó­koma. Bæði verður blint og hætt við veru­legri ófærð jafnt inn­an bæj­ar sem á veg­um á morg­un.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Ein­ari Svein­björns­syni, veður­fræðingi Vega­gerðar­inn­ar. Þar seg­ir jafn­framt að fyr­ir há­degi á morg­un og þar til sí­deg­is hvessi með vest­an átt um allt suðvest­an­vert landið. 

Vest­an kaldi og áfram él 

Í hug­leiðing­um veður­fræðings hjá Veður­stofu Íslands seg­ir að hæg­fara lægð sé nú á Græn­lands­hafi sem bein­ir svalri suðvest­lægri átt til Íslands.

Víða séu því 10-18 metr­ar á sek­úndu, dimm él og hvasst í élja­hryðjum. Hins veg­ar læg­ir í kvöld og nótt að því er fram kem­ur í hug­leiðing­unni og yf­ir­leitt úr­komu­lítið um landið norðaust­an­vert. 

Á morg­un verður síðan vest­an kaldi eða strekk­ing­ur og áfram él. Um há­degi er út­lit fyr­ir að það hvessi á sunn­an­verðuland­inu með hvassviðri eða storm þar til síðdeg­is og því verði vara­samt ferðaveður. 

„Þessi vest­an streng­ur hef­ur verið nokkuð á reiki í spám síðustu daga og er fólk hvatt til að fylgj­ast með veður­spám. Annað kvöld dreg­ur svo úr vindi og ofan­komu,“ seg­ir í hug­leiðing­unni. 

Veður­vef­ur mbl.is 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert