Árekstrar og fastir bílar: „Það er bálhvasst“

Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum.
Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Úlfar Lúðvíks­son, lög­reglu­stjóri á Suður­nesj­um, seg­ir að nokkr­ar til­kynn­ing­ar hafi borist vegna árekstra og fastra bíla á á Suður­nesj­um, þá sér­stak­lega á Nes­vegi sem nú er búið að loka.

„Það er bara viðsjár­vert veður og óheppi­legt til akst­urs í augna­blik­inu,“ seg­ir Úlfar í sam­tali við mbl.is.

Úlfar seg­ir lög­regl­una á Suður­nesj­um ít­reka það að fólk eigi helst ekki að vera á ferðinni nema nauðsyn krefji, og þá sér­stak­lega ekki á illa út­bún­um bíl­um.

Suður­strand­ar­veg­ur lokaður

Vind­ur er yfir 20 metra á sek­úndu á Suður­nesj­um og vind­hviður geta farið upp í 28 metra á sek­úndu.

„Það er bara bál­hvasst og í sjálfu sér lítið ferðaveður,“ seg­ir Úlfar.

Suður­strand­ar­veg­ur­inn er lokaður að sögn Úlfars og Reykja­nes­braut­in er lokuð á milli Grinda­víkuraf­leggj­ara og að Fitj­um í Reykja­nes­bæ.

Færðin á suðvesturlandi.
Færðin á suðvest­ur­landi. Kort/​Vega­gerðin
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert