„Erum í viðbragðsstöðu“

Ekki hefur verið mikið um útköll hjá björgunarsveitum í dag.
Ekki hefur verið mikið um útköll hjá björgunarsveitum í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jón Þór Víg­lunds­son, upp­lýs­inga­full­trúi Lands­bjarg­ar, seg­ir að ekki hafi verið mikið um út­köll enn sem komið er vegna veðurs­ins á Suður- og Suðvest­ur­landi.

Gul­ar veðurviðvarn­ir tóku gildi á höfuðborg­ar­svæðinu, Faxa­flóa og Suður­landi klukk­an 12.30 og á Suðaust­ur­landi tek­ur hún gildi klukk­an 15.30. Á Faxa­flóa dett­ur gul veðurviðvör­un út klukk­an 17, 17.30 á höfuðborg­ar­svæðinu, 18.30 á Suður­landi og klukk­an 19 á Suðaust­ur­landi.

„Við þurft­um að veita smá aðstoð á Suður­nesj­un­um og þá helst í kring­um flug­stöðina og þá sá ég rétt áðan að það var verið að óska eft­ir aðstoð á Uxa­hryggj­um þar sem bif­reið fest­ist,“ seg­ir Jón Þór í sam­tali við mbl.is.

Hann seg­ir að fólk frá Lands­björgu sé á lok­un­ar­póst­un­um á Kjal­ar­nesi, sitt hvor­um meg­in við Hell­is­heiðina, í Þrengsl­un­um og á Lyng­dals­heiðinni.

„Ef þetta fara að verða ein­hver leiðindi á höfuðborg­ar­svæðinu þá verður þetta fljótt að vinda upp á sig. Við erum í viðbragðsstöðu en von­andi verður veðrið ekk­ert leiðin­legra en þetta sem við erum að sjá núna hér á höfuðborg­ar­svæðinu,“ seg­ir Jón Þór.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert