Fólk fari ekki af stað nema nauðsyn krefji

Bíll fór út af veginum á Garðbraut sem liggur að …
Bíll fór út af veginum á Garðbraut sem liggur að Garði í Suðurnesjabæ. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lög­regl­an á Suður­nesj­um seg­ir storm­inn vera að skella á á Suður­nesj­um og því sé ekki ráðlagt að fólk fari á ferðina út úr hús­um nema nauðsyn krefji.

Þetta kem­ur fram í færslu lög­regl­unn­ar á Suður­nesj­um á Face­book.

„Jæja þá er það að skella á okk­ur, staðan er að verða ansi slæm hvað varðar færð á svæðinu,“ byrj­ar færsl­an hjá lög­regl­unni.

„Við ít­rek­um fyr­ir fólki að vera ekk­ert að fara á ferðina nema nauðsyn­legt sé og alls ekki á van­bún­um bíl­um.“

Skafrenningsspá sem gildir til klukkan 15.
Skafrenn­ings­spá sem gild­ir til klukk­an 15. Kort/​Veður­stofa Íslands
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert