Kona sögð í haldi vegna andláts barnsins

Málið er til rannsóknar hjá lögreglunni.
Málið er til rannsóknar hjá lögreglunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kona er sögð vera í haldi lögreglu í tengslum við rannsókn á andláti sex ára barns sem fannst látið í heimahúsi á Nýbýlavegi í morgun. Ríkisútvarpið kveðst hafa heimildir fyrir því að konan muni gangast undir geðmat í dag. 

Eiríkur Valberg, lögreglufulltrúi hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segist í samtali við mbl.is ekki geta staðfest að kona sé í haldi í tengslum við rannsóknina.

Lögregla verst allra fregna af málinu og segir Eiríkur málið á viðkvæmu stigi. Því verði frekari upplýsingar ekki veittar að svo stöddu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert