Líkur á samgöngutruflunum: Dimm él og skafrenningur

Hvessa tekur á suðvestanverðu landinu í kringum hádegi í dag. …
Hvessa tekur á suðvestanverðu landinu í kringum hádegi í dag. Síðdegis tekur síðan að hvessa á suðaustanverðu landinu. mbl.is/RAX

Hvessa tekur á suðvestanverðu landinu í kringum hádegi í dag. Síðdegis tekur síðan að hvessa á suðaustanverðu landinu. 

Þangað til eru líkur á áframhaldandi éljagangi að sögn vakthafandi veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Gul viðvörun tekur gildi upp úr hádegi fyrir höfuðborgarsvæðið, Faxaflóa, Breiðafjörð og Suðurland og um miðjan dag fyrir Suðausturland.

Vegir geti lokað með stuttum fyrirvara

Vegagerðin hefur varað við færð á vegum frá klukkan 9 og fram á kvöld. Segir í tilkynningu að vegir geti lokast með stuttum fyrirvara. 

Vegirnir sem um ræðir eru Hellisheiði, Þrengsli, Mosfellsheiði, Kjalarnes, Hafnarfjall, Suðurstrandarvegur, Reykjanesbraut, Grindavíkurvegur, Lyngdalsheiði, Akrafjallshringur, Borgarfjörður, Hvalfjörður, Mýrar, hringvegur (1) milli Hveragerðis og Markarfljóts, uppsveitir Suðurlands, og Árborgarhringur.

Leiðindaveður aftur á föstudag

Útlit er fyrir að hvassviðrið muni fara tiltölulega hratt yfir. Hugsanlega vari það í um fimm klukkustundir á hverjum stað. 

Búast má við hlýnandi veðri á morgun og rólegra en í dag. Á föstudag er hins vegar útlit fyrir leiðindaveður um allt land.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert