Loka veginum um Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðahættu

Súðavíkurhlíð.
Súðavíkurhlíð. mbl.is/Sigurður Bogi

Vegagerðin lýsir yfir hættustgi fyrir veginn um Súðavíkurhlíð, vegna snjóflóðahættu. Á vef Vegagerðarinnar segir að veginum verði lokað kl. 19.30 sökum þessa.

Töluverð hætta er á snjóflóðum á norðanverðum Vestfjörðum að mati Veðurstofunnar. Með auknum vindi geti svokallaðir vindflekar byggst upp í suðlæg viðhorf og verið óstöðugir.

Snjóflóð féllu á veginn um Súðavíkurhlíð á mánudagskvöld, eins og mbl.is greindi frá.

Bílar beggja vegna flóðsins á mánudagskvöld

Bragi Þór Thorodd­sen, sveit­ar­stjóri Súðavík­ur­hrepps, tel­ur að bíl­ar hafi verið beggja vegna flóðsins er það féll.

Um fimmtán til tutt­ugu manns gistu í fjölda­hjálp­ar­stöð í íþrótta­hús­inu í Súðavík í kjölfarið. Um tíu til fimmtán manns til viðbót­ar var komið fyr­ir í heima­hús­um.

„Það er ekki raun­hæft að verja þessa hlíð, það eina raun­hæfa í stöðunni er að klára það sem hef­ur staðið til í 30-40 ár. Það er að gera jarðgöng hérna á milli Skutuls­fjarðar og Álfta­fjarðar,“ sagði Bragi í samtali við mbl.is í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert