Lokað fyrir umferð á Reykjanesbraut og Hellisheiði

Skafrenningur á Reykjanesbraut.
Skafrenningur á Reykjanesbraut. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Búið er að loka fyrir alla umferð um Reykjanesbraut, vestan við Grindavíkurveg, og á Hellisheiði og í Þrengslum. Svokölluð „mjúk lokun“ er í gildi á Reynisfjalli, Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði. Eru þessir vegir aðeins færir vel útbúnum bílum. Þetta kemur fram á vefsíðu Vegagerðarinnar.

Gul viðvörun er nú í gildi fyrir sunnan- og vestanvert landið og eru margir vegir á óvissustigi fram á kvöld og gætu lokast með skömmum fyrirvara.

Vegfarendur eru beðnir um að vera ekki á ferðinni nema að brýna nauðsyn beri við.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Mjúk lokun er í gildi á hluta Reykjanesbrautar, á Hellisheiði …
Mjúk lokun er í gildi á hluta Reykjanesbrautar, á Hellisheiði og víðar. Skjáskot/Vegagerðin
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert