Mjúk lokun hefur tekið gildi

Mjúk lokun hefur tekið gildi á Hellisheiði.
Mjúk lokun hefur tekið gildi á Hellisheiði. mbl.is/Kristinn Magnússon

Svokölluð mjúk lokun hefur tekið gildi á Hellisheiði, í Þrengslum og á Reynisfjalli og eru þeir vegir einungis færir vel útbúnum bílum.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem birt er á umferðin.is.

„Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veður viðvörun í dag fyrir sunnan- og vestanvert landið og eru því margir vegir á óvissustigi á milli 9:00 og 20:00 og gætu lokast með stuttum fyrirvara. Vegfarendur eru beðnir um að vera ekki á ferðinni nema að brýna nauðsyn beri við,“ segir ennfremur í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert