Óvissustig vegna færðar og veðurs er á eftirfarandi vegum á suðvesturhorninu frá klukkan 9 til 20 í dag. Vegunum gæti þurft að loka með stuttum fyrirvara:
Þá er Krýsuvíkurvegur lokaður.
Það brestur á með vestanátt 15 til 22 metrum á sekúndu suðvestanlands um og upp úr hádegi og gera má ráð fyrir að slagviðrið gangi yfir á um þremur klukkustundum.
Búast má við miklu skafrenningskófi og skyggni verður um tíma um og innan við 100 metrar, einkum frá Borgarnesi og austur fyrir Vík en ekki síst á Suðurnesjum og á Höfuðborgarsvæðinu.
Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veðurviðvörun í dag 31. janúar fyrir vestanvert landið og eru því margir vegir á óvissustigi á milli klukkan 9 og 20 og gætu lokast með stuttum fyrirvara. Vegfarendur eru beðnir um að vera ekki á ferðinni nema að brýna nauðsyn beri til.
Vetrarfærð er um allt land og víða verulega skert skyggni, sérstaklega á fjallvegum. Vegurinn um Dynjandisheiði er lokaður en unnið er að opnun.