Óvissustig á suðvesturhorninu

Búist er við innan við 100 metra skyggni.
Búist er við innan við 100 metra skyggni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Óvissustig vegna færðar og veðurs er á eftirfarandi vegum á suðvesturhorninu frá klukkan 9 til 20 í dag. Vegunum gæti þurft að loka með stuttum fyrirvara:

  • Reykjanesbraut
  • Suðurstrandarvegur
  • Kjalarnes 
  • Mosfellsheiði
  • Þrengsli
  • Hellisheiði
  • Hringvegur (1) milli Hveragerðis og Markarfljóts
  • Lyngdalsheiði (365)
  • Í Uppsveitum Suðurlands og á Árborgarhring

Þá er Krýsuvíkurvegur lokaður.

Innan við 100 metra skyggni

Það brest­ur á með vestanátt 15 til 22 metr­um á sek­úndu suðvest­an­lands um og upp úr há­degi og gera má ráð fyr­ir að slagviðrið gangi yfir á um þrem­ur klukku­stund­um.

Bú­ast má við miklu skafrenn­ing­skófi og skyggni verður um tíma um og inn­an við 100 metr­ar, einkum frá Borg­ar­nesi og aust­ur fyr­ir Vík en ekki síst á Suður­nesj­um og á Höfuðborg­ar­svæðinu.

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veðurviðvörun í dag 31. janúar fyrir vestanvert landið og eru því margir vegir á óvissustigi á milli klukkan 9 og 20 og gætu lokast með stuttum fyrirvara. Vegfarendur eru beðnir um að vera ekki á ferðinni nema að brýna nauðsyn beri til.

Vetrarfærð er um allt land og víða verulega skert skyggni, sérstaklega á fjallvegum. Vegurinn um Dynjandisheiði er lokaður en unnið er að opnun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert