Samningafundi frestað til morguns

Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari.
Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Samningafundi Samtaka atvinnulífsins og breiðfylkingar stéttarfélaga hefur verið frestað þar til klukkan tíu í fyrramálið. Fundi lauk á sjötta tímanum síðdegis í dag, en fundur hafði staðið yfir síðan klukkan tvö eftir hádegi.

Þetta staðfestir Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari í samtali við mbl.is. Hann kveðst vongóður svo lengi sem samtal haldist gangandi. 

Spurning með útfærslu og nákvæm smáatriði

„Aðilarnir komu saman og fundu fleti til að byrja að ræða aftur saman og á meðan að það samtal lifir þá er einhver von til að það geti leitt til einhvers,“ segir Ástráður. 

„Það hefur alltaf komið skýrt fram að aðilarnir hafi mjög samræmanleg markmið, það er ekkert leyndarmál og hefur allan tímann legið fyrir. Svo er þetta bara með útfærsluna og nákvæmu smáatriðin,“ segir Ástráður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert