Segja Eyjamenn þurfa að borga

HS Veitur segja Vestmannaeyjabæ ekki hafa axlað ábyrgð.
HS Veitur segja Vestmannaeyjabæ ekki hafa axlað ábyrgð. mbl.is/Sigurður Bogi

HS Veit­ur hafa óskað eft­ir því að Vest­manna­eyja­bær leysi til sín vatns­veit­una í Vest­manna­eyj­um.

Í skrif­legu svari frá HS Veit­um til Morg­un­blaðsins seg­ir að í kjöl­far þess að stór­tjón varð á vatns­lögn­inni til Vest­manna­eyja 17. nóv­em­ber hafi HS Veit­ur unnið öt­ul­lega að því að tryggja að unnt sé að flytja vatn um hana.

Vest­manna­eyja­bær beri ábyrgð á lögn­inni og sé skylt að koma að greiðslu kostnaðar við viðgerðirn­ar. Þá ábyrgð hafi bær­inn ekki axlað og vísað henni með öllu frá sér. Í ljósi þeirr­ar af­stöðu sveit­ar­fé­lags­ins sé það mat HS Veitna að rekstr­ar­for­send­ur vatns­veit­unn­ar séu brostn­ar.

Vest­manna­eyja­bær eig­andi lagn­ar­inn­ar

HS Veit­ur hafa rekið vatns­veit­una í Eyj­um frá ár­inu 2002 á grund­velli heim­ild­ar í lög­um um vatns­veit­ur sveit­ar­fé­laga, en um er að ræða skyldu­verk­efni Vest­manna­eyja­bæj­ar sam­kvæmt fyrr­greind­um lög­um. Vegna þeirra ein­stöku aðstæðna sem séu í Eyj­um, að flytja þurfi vatn frá landi um neðan­sjáv­ar­lögn, sé hún veru­lega kostnaðar­söm.

Því sé Vest­manna­eyja­bær eig­andi neðan­sjáv­ar­lagn­ar­inn­ar milli Land­eyjasands og Vest­manna­eyja. Sam­kvæmt samn­ingi HS Veitna við bæj­ar­fé­lagið reka HS Veit­ur neðan­sjáv­ar­lögn­ina sem leigutaki og hafa fyr­ir­fram­greitt fyr­ir af­not­in til árs­ins 2044, sem var áætlaður end­ing­ar­tími lagn­ar­inn­ar.

Viðræður hefj­ist fljót­lega

Frá því Hug­inn VE olli stór­tjóni á vatns­lögn­inni í nóv­em­ber hafi HS Veit­ur ít­rekað lagt áherslu á að Vest­manna­eyja­bær beri ábyrgð á lögn­inni sem eig­andi og sé þannig skylt að koma að greiðslu kostnaðar við að koma lögn­inni í not­hæft ástand.

Seg­ir að fyr­ir liggi lög­fræðileg álits­gerð sem unn­in var fyr­ir innviðaráðuneytið þar sem kom­ist er að sömu niður­stöðu.

HS Veit­ur vænta þess að viðræður milli aðila hefj­ist fljót­lega. Auk vatns­veit­unn­ar reka HS Veit­ur raf­veitu og hita­veitu í Vest­manna­eyj­um.

Tekið er fram að fram­an­greint hafi ekki áhrif á þann rekst­ur og ekki er gert ráð fyr­ir fækk­un starfs­manna.

Morg­un­blaðið ræddi við Írisi Ró­berts­dótt­ur, bæj­ar­stjóra Vest­manna­eyja­bæj­ar, um miðjan dag í gær og sagðist hún ekki hafa fengið er­indi HS Veitna inn á borð til sín.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka