Sundfólk skrái sig til leiks

Fjöldi gesta heimsækir sundlaugar landsins daglega, enda er sundið ansi …
Fjöldi gesta heimsækir sundlaugar landsins daglega, enda er sundið ansi vinsæl afþreying hjá mörgum. mbl.is/Sigurður Bogi

„Það er ákvörðun menningar- og viðskiptaráðherra að ákveða hvaða hefð skuli tilnefna hverju sinni og síðastliðið vor var farið að ræða það að tilnefna sundmenninguna hér á Íslandi,“ segir Sigurlaug Dags­dóttir, verkefnisstýra vefsins Lifandi hefðir í samtali við Morgunblaðið.

„Það er ekki búið að taka lokaákvörðun, hún verður tekin núna í marsmánuði, eftir að búið verður að yfirfara undirbúningsferilinn og öll þau gögn sem þurfa að vera til, því við viljum að umsóknin standi undir sér og sé í lagi,“ segir Sigurlaug og bætir því við að unnið sé nú hörðum höndum að því að tilnefna íslenska sundmenningu á minjaskrá UNESCO.

Segir Sigurlaug að með hverri tilnefningu þurfi að fylgja stuðningsyfirlýsingar frá fólki sem stundi sund en eins og staðan sé í dag vanti enn fleiri slíkar.

Er því nú leitað til einstaklinga, hópa, félagasamtaka, stofnana og sveitarfélaga að lýsa yfir stuðningi sínum við tilnefninguna svo að hún nái fram að ganga en skilafrestur á henni er til 31. mars.

Nán­ar má lesa um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert