Áfallateymi í Álfhólsskóla virkjað

Horft yfir höfuðborgarsvæðið. Mynd úr safni.
Horft yfir höfuðborgarsvæðið. Mynd úr safni. mbl.is/Hari

Áfallateymi Álfhólsskóla í Kópavogi hefur verið virkjað í kjölfar andláts sex ára drengs sem var nemandi við skólann. 

Greint var frá því í gær að mikill viðbúnaður lögreglu væri fyrir utan heimahús á Nýbýlavegi í Kópavogi. Síðar kom í ljós að sex ára drengur hafði fundist látinn þegar lögreglu bar að garði. Þá hefur kona um fimmtugt verið úrskurðuð í gæsluvarðhald vegna málsins. 

Sérstaklega hugað að nemendum 1. bekkjar

Drengurinn var nemandi í 1. bekk við skólann. Voru foreldrar nemenda 1. bekkjar því upplýstir sérstaklega um málið auk þess sem áfallateymi skólans vann sérstaklega með nemendum 1. bekkjar í morgun. 

Áfallateymið hefur jafnframt verið til staðar fyrir aðra nemendur skólans og starfsmenn í dag. 

Í bréfi sem skólastjóri Álfhólsskóla sendi á foreldra er þeim bent á að upplýsingar um hvernig ræða megi sorg og sorgarviðbrögð við börn séu að finna á vefsíðu Sorgarmiðstöðvarinnar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert