„Ég vona það besta“

Vilhjálmur gat lítið tjá sig við mbl.is um gang viðræðnanna …
Vilhjálmur gat lítið tjá sig við mbl.is um gang viðræðnanna við Samtök atvinnulífsins vegna fjölmiðlabannsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Líkt og mbl.is greindi frá fyrr í morg­un hef­ur Ástráður Har­alds­son rík­is­sátta­semj­ari sett á fjöl­miðlabann í tengsl­um við kjaraviðræður breiðfylk­ing­ar stétta­fé­laga og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins en samn­ingsaðilar komu sam­an til fund­ar í Karp­hús­inu klukk­an 10 í morg­un.

Vil­hjálm­ur Birg­is­son, formaður Starfs­greina­sam­bands Íslands, varð á vegi blaðamanns mbl.is fyr­ir fund­inn í Karp­hús­inu í morg­un. Aðspurður hvernig hann væri stemmd­ur fyr­ir fund­inn sagði Vil­hjálm­ur:

„Nú má eig­in­lega lítið segja því það er víst búið að koma á fjöl­miðlabanni. En við göng­um til fund­ar eins og alltaf með það að mark­miði að ná samn­ing­um,“ sagði Vil­hjálm­ur.

Spurður hvernig hafi gengið á fund­in­um í gær seg­ir Vil­hjálm­ur: „Við erum bara að byrja að tala sam­an aft­ur og að reyna að fikra þessu áfram. Ég mæti alltaf í þetta hús full­ur bjart­sýn­ar og svo verður fram­haldið bara að koma í ljós. Ég vona það besta en í ljósi þessa fjöl­miðlabanns get ég ekki sagt meira,“ seg­ir Vil­hjálm­ur.

Hann sagðist eiga von á að fund­ur­inn stæði yfir eitt­hvað fram eft­ir degi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert