Hætta eykst í nýju mati Veðurstofunnar

Frá framkvæmdum í Grindavík í janúar.
Frá framkvæmdum í Grindavík í janúar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Veðurstofan hefur gefið út uppfært hættumatskort fyrir Grindavík, Svartsengi og nágrenni.

Helstu breytingar eru þær að svæði 3, Sýlingarfell-Hagafell, fer upp í rautt, sem táknar mikla hættu.

Svæði 2 og 6 fara upp í appelsínugult, sem merkir töluverða hættu.

Hættumat fyrir Grindavík helst á sama tíma óbreytt.

Nýtt hættumatskort fyrir Grindavík og Svartsengi tók gildi 1. febrúar.
Nýtt hættumatskort fyrir Grindavík og Svartsengi tók gildi 1. febrúar. Kort/Veðurstofa Íslands
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert