Kona um fimmtugt hefur verið úrskurðuð í gæsluvarðhald vegna andláts sex ára barns í Kópavogi í gærmorgun.
Úrskurðurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í gærkvöldi og gildir til miðvikudagsins 7. febrúar.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði krafist varðhaldsins á grundvelli rannsóknarhagsmuna, vegna andláts barnsins.
„Rannsókninni miðar vel, en um afar viðkvæmt mál er að ræða og mun lögreglan ekki tjá sig frekar um það að svo stöddu,“ segir í tilkynningu lögreglu.