Andlát: Ásmundur Bjarnason

Ásmundur Bjarnason er látinn.
Ásmundur Bjarnason er látinn.

Ásmund­ur Bjarna­son, fyrr­ver­andi aðal­bók­ari Húsa­vík­ur­kaupstaðar, lést á Skóg­ar­brekku HSN á Húsa­vík 1. fe­brú­ar, 96 ára að aldri.

Ásmund­ur fædd­ist á Ak­ur­eyri 17. fe­brú­ar árið 1927 og var son­ur hjón­anna Kristjönu Hólm­fríðar Helga­dótt­ur og Bjarna Ásmunds­son­ar. Hann ólst upp á Húsa­vík til 16 ára ald­urs, þá fór hann til náms á Laug­ar­vatni og síðar í Sam­vinnu­skól­ann í Reykja­vík.

Ásmund­ur kvænt­ist Kristrúnu J. Karls­dótt­ur fram­halds­skóla­kenn­ara, f. 1928, d. 2002, 12. nóv­em­ber árið 1949. Þau eignuðust sex börn sem eru í ald­urs­röð: Karl, f. 1946, Bergþóra, f. 1951, Bjarni, f. 1956, Jó­hanna, f. 1957, Anna Kristjana, f. 1962, og Sigrún, f. 1965. Þá átti Ásmund­ur son­inn Guðmund Grét­ar sem er f. 1960.

Þau Ásmund­ur og Kristrún bjuggu fyrstu bú­skap­ar­ár sín í Reykja­vík en flutt­ust til Húsa­vík­ur árið 1963. Ásmund­ur var í út­gerð með föður sín­um og bræðrum til 1971 þegar hann hóf störf hjá Húsa­vík­ur­bæ.

Ásmund­ur æfði íþrótt­ir af kappi á yngri árum og keppti í frjáls­um íþrótt­um á Ólymp­íu­leik­un­um í London árið 1948 og í Hels­inki árið 1952. Hann var í gull­ald­arliði Íslands í frjáls­um íþrótt­um sem fór í fræga för til Brus­sel árið 1950 og er sá síðasti af hópn­um til að kveðja. Hann keppti jafn­framt á Evr­ópu­meist­ara­móti í Bern árið 1954. Hann keppti alla tíð fyr­ir hönd KR og starfaði fyr­ir fé­lagið eft­ir að keppn­is­ferl­in­um í frjáls­um íþrótt­um lauk.

Á vet­urna gekk hann á skíðum, var einn af stofn­end­um Golf­klúbbs Húsa­vík­ur, stundaði golf fram á tíræðis­ald­ur og varð m.a. Íslands­meist­ari öld­unga á 9. ára­tugn­um. Hann var heiðurs­fé­lagi Golf­klúbbs Húsa­vík­ur, Frjálsíþrótta­sam­bands Íslands og Li­ons­klúbbs Húsa­vík­ur auk þess sem hann var sæmd­ur gull­merki Völsungs árið sem hann og fé­lagið urðu 90 ára en Völsung­ur var stofnaður árið 1927, á fæðing­ar­ári Ásmund­ar.

Þá var Ásmund­ur formaður Golf­klúbbs Húsa­vík­ur, Li­ons­klúbbs­ins og Fé­lags eldri borg­ara á Húsa­vík um ára­bil.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert