Gyðingum á Íslandi verið hótað lífláti

Í pólska sendiráðinu Feldman, rabbíni gyðinga á Íslandi, flutti ræðu …
Í pólska sendiráðinu Feldman, rabbíni gyðinga á Íslandi, flutti ræðu á minningarathöfn um helförina 28. janúar sl. Ljósmynd/Pólska sendiráðið

Avraham Feldman, rabbíni gyðinga á Íslandi, segir marga gyðinga á Íslandi óttast um öryggi sitt eftir árás Hamas-liða á Ísrael í haust.

„Ég hef rætt við gyðinga á Íslandi sem segjast óttast að segja fólki frá því að þeir séu gyðingar. Sumir óttast það öryggis síns vegna, aðrir óttast það vegna þess að það gæti skaðað rekstur fyrirtækja þeirra,“ segir Feldman sem flutti ræðu á athöfn um helförina. Þá hafi þrettán einstaklingum borist líflátshótanir. 

„Ég hef rætt við gyðinga á Íslandi sem segjast óttast að segja fólki frá því að þeir séu gyðingar. Sumir óttast það öryggis síns vegna, aðrir óttast það vegna þess að það gæti skaðað rekstur fyrirtækja þeirra. Mörgum í gyðingasamfélaginu hafa borist haturskilaboð á netinu. Þrettán einstaklingum, sem við þekkjum persónulega, hafa borist líflátshótanir. Það var tilvik í miðborginni þar sem afgreiðslumaður neitaði að afgreiða viðskiptavin sem var með gyðingastjörnu.“

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert