Hafa þjálfað hundruð Úkraínumanna

Íslenski fáninn. Bráðatæknar Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu eru auðkenndir með þjóðfánanum.
Íslenski fáninn. Bráðatæknar Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu eru auðkenndir með þjóðfánanum. Ljósmynd/Aðsend

„Ut­an­rík­is­ráðuneytið leitaði til slökkviliðsins í apríl í fyrra með ósk um hvort Ísland gæti aðstoðað við þjálf­un úkraínskra her­manna og erum við nú þegar bún­ir að þjálfa 250 manns,“ seg­ir Hlyn­ur Hösk­ulds­son, deild­ar­stjóri á aðgerðasviði Slökkviliðsins á höfuðborg­ar­svæðinu.

Að sögn Hlyns er um að ræða verk­efni sem Slökkviliðið á höfuðborg­ar­svæðinu vinn­ur fyr­ir ráðuneytið. Seg­ir hann þetta í annað sinn sem ráðuneytið hafi leitað til slökkviliðsins um aðstoð í slík­um mál­um, en fyr­ir tæp­um 20 árum var slökkviliðið kallað til í verk­efni þegar Ísland var með friðargæslu í Af­gan­ist­an.

Hér er farið yfir helstu atriði þegar kemur að því …
Hér er farið yfir helstu atriði þegar kem­ur að því að sinna hinum særðu á víg­lín­unni. Ljós­mynd/​Aðsend

Einu þjálf­ar­arn­ir á staðnum sem ekki eru her­menn

Hlynur Höskuldsson.
Hlyn­ur Hösk­ulds­son. Ljós­mynd/​Aðsend

„Hér er um að ræða verk­efni sem bráðatækn­ar frá Slökkviliðinu á höfuðborg­ar­svæðinu sjá um, en það snýst í raun og veru um að þjálfa úkraínska her­menn sem bráðaliða. Nám­skeiðið kall­ast Combat Medical Corpsm­an, en á hverju nám­skeiði eru um 50 nem­end­ur,“ seg­ir Hlyn­ur og bæt­ir því við að verk­efnið sjálft sé á veg­um breska hers­ins og fari því fram í Bretlandi.

Seg­ir hann ástæðuna fyr­ir því að leitað sé til Íslands vera þá sérþekk­ingu sem ís­lensk­ir bráðatækn­ar búi yfir.

„Það eru leiðbein­end­ur frá Hollandi á nám­skeiðinu líka en við Íslend­ing­arn­ir erum í raun og veru þeir einu sem þjálfa en eru ekki her­menn. Nám­skeiðin standa alltaf yfir í 5-6 vik­ur og því höf­um við verið að senda mann­skap út í þann tíma til að aðstoða við þetta, en um nokkr­ar teg­und­ir af nám­skeiðum er að ræða.“

Verk­efnið ekki óvana­legt

Seg­ir Hlyn­ur að með þjálf­un­inni sé bráðaliðum, þ.e.a.s. úkraínsku her­mönn­un­um, kennt að sinna slösuðum og veik­um á víg­vell­in­um, þar sem helstu inn­grip séu stöðvun meiri­hátt­ar blæðinga, sér­hæfð önd­un­ar­vegs­inn­grip, ná­la­upp­setn­ing­ar, lyfja­gjaf­ir og brott­flutn­ing­ur slasaðra. Þá tek­ur hann fram að flest­ir áverk­arn­ir séu eft­ir loft- eða skotárás­ir og jarðspreng­ing­ar.

Combat Medical Corpsman. Að sögn Hlyns falla 10-25% af nemendunum …
Combat Medical Corpsm­an. Að sögn Hlyns falla 10-25% af nem­end­un­um á nám­skeiðinu þegar þeir mæta á víg­lín­una.

„Verk­efnið er enn í full­um gangi en við erum eins og fyrr seg­ir bún­ir að þjálfa 250 manns og það er þegar búið að staðfesta að við séum að fara að taka þátt í að þjálfa 100 manns í viðbót. Þessu verður svo ef­laust fram­haldið,“ seg­ir hann.

Spurður í fram­hald­inu hvort verk­efnið sé ekki held­ur óvana­legt fyr­ir ís­lenska bráðatækna seg­ir Hlyn­ur svo ekki vera, þar sem all­ir sem fari út séu van­ir að kenna.

„Þetta eru fræði sem við höf­um al­veg verið að nota, kannski ekki hernaðar­hlut­inn, enda sjá Bret­arn­ir um allt sem kem­ur að æf­ing­um á sprengju­árás­um og slíku. En um leið og fólk er orðið slasað eða veikt nýt­ist sérþekk­ing okk­ar. Við ber­um því í raun­inni ábyrgð á allri kennslu á meðferð og að sinna öll­um slösuðum, það er sérþekk­ing okk­ar í þessu.“

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu sem kom út fimmtu­dag­inn 1. fe­brú­ar. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert