Klara Ósk Kristinsdóttir
Eyjólfur Guðmundsson, fráfarandi rektor við Háskólann á Akureyri, íhugar framboð til embættis forseta Íslands. Þetta staðfestir hann í samtali við Morgunblaðið. Eyjólfur er einn þeirra sem hafa verið orðaðir við embættið og aðspurður kveðst hann hafa hugsað mikið um framboð, auk þess að velta fyrir sér hvað í því felst.
„Ég er einfaldlega að íhuga þetta á þessum tímapunkti,“ segir Eyjólfur og ítrekar að engar ákvarðanir hafi verið teknar.
Hann segir þetta ákvörðun sem þurfi að skoða frá ýmsum sjónarhornum, til að mynda út frá því „hvaða erindi maður telur sig eiga og af hverju“.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.