Ferðamenn veigra sér við að koma til Íslands

Ferðamenn við Skólavörðustíg í Reykjavík.
Ferðamenn við Skólavörðustíg í Reykjavík. mbl.is/Árni Sæberg

Ferðaþjónustan er farin að finna fyrir skammtímaáhrifum af eldsumbrotum í Grindavík og fréttaflutningi af þeim erlendis frá því í nóvember, segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Hann segir ferðaþjónustuna hafa átt von á heldur meiri eftirspurn nú í janúar og febrúar miðað við árið í fyrra. Jóhannes kveðst þó bjartsýnn fyrir sumrinu og segir eftirspurn eftir gistingu á höfuðborgarsvæðinu í sumar í raun meiri en í fyrra.

Fréttaflutningur af eldsumbrotum á Reykjanesi er þó ekki það eina sem hefur áhrif því verðlag og verðbólga, sem og gengi krónunnar, gerir það að verkum að ferðir hingað til lands eru dýrari fyrir ferðamenn frá Norður-Ameríku og Evrópu en þær voru í fyrra, en slíkt hefur áhrif á fyrirætlanir ferðamanna. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert