Metár í starfsemi slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins

Síðastliðið ár var metár hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.
Síðastliðið ár var metár hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Síðastliðið ár var metár hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins en útköll á dælubíla hafa aldrei verið fleiri, annað árið í röð.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins en þar segir að útköll á dælubíla hafa aldrei verið fleiri en á síðasta ári eða 1.582 sem var fjölgun um 3,4% milli ára. Fjölgun útkalla dreifist nokkuð jafnt meðal tilfella elds- og björgunarútkalla. Í sjúkraflutningum var einnig metár hvað varðar forgangsboðanir sem voru 11.183 sem er aukning um tæp 28% milli ára.

Starfsfólk forvarnasviðs fóru í 1.176 skoðanir á árinu, ásamt því að veita 771 umsögn vegna leyfisveitinga.

Hönnunareftirlit fóru yfir 1.289 mál á árinu í 2.229 yfirferðarlotum. Almannavarnakerfið á höfuðborgarsvæðinu var virkjað nokkrum sinnum, en tengist það aðallega jarðhræringum og eldgosum á Reykjanesi.

Viðbragðsáætlanir voru æfðar og staðið fyrir fræðslufundum fyrir sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu.

Aukning milli ára í boðanir sjúkrabíla

Heildarboðanir á sjúkrabíla voru 40.305 og af þeim voru flutningar 32.512 sem er aukning milli ára um 77 flutninga milli ára. Heildarboðanir á sjúkrabíla fyrir árið 2023 var aftur á móti 40.586 en þar munar mest um um 1.090 covid-flutninga sem voru 169 á árinu 2023.

Fjölgun var á árinu 2023 í forgangsboðunum en F1-boðanir voru 6.105, 12% fjölgun frá árinu áður, og F2-boðanir voru 5.078, 7,1% fjölgun frá árinu áður. Þetta er þróun sem við höfum séð frá árinu 2015.

Sjúkraflutningar í forgangsboðun F1 og F2 eru yfirleitt alvarleg slys eða sjúkdómar þar sem lífsnauðsynlegri líkamsstarfsemi er ógnað og þörf er á sérhæfðri aðstoð og sjúkrabifreiðin skal send á vettvang með forgangsakstri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert