20 milljörðum varið í útlendingamál

Guðrún Hafsteinsdóttir dóms­málaráðherra hef­ur boðað breyt­ing­ar á útlendingalög­gjöf­inni.
Guðrún Hafsteinsdóttir dóms­málaráðherra hef­ur boðað breyt­ing­ar á útlendingalög­gjöf­inni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Beinn kostnaður vegna út­lend­inga­mála á Íslandi nam á síðasta ári rétt rúm­lega 20 millj­örðum króna.

Frá ár­inu 2020 hef­ur beinn kostnaður vegna út­lend­inga­mála auk­ist um 223% og ef litið er aft­ur til árs­ins 2012 hef­ur kostnaður vegna mála­flokks­ins auk­ist um 4.919%. Ekki kom fram hver kostnaðurinn var frá árunum 2013-2019.

Þetta kem­ur fram í svör­um dóms­málaráðuneyt­is­ins við fyr­ir­spurn mbl.is.

Tæpur milljarður króna í Útlendingastofnun

Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son, fé­lags- og vinnu­markaðsráðherra, sagði í Spurs­mál­um á mbl.is síðastliðinn föstu­dag að áætlaður beinn kostnaður ís­lenska rík­is­ins vegna mót­töku flótta­manna myndi nema 16 millj­örðum króna á þessu ári og það sama væri uppi á ten­ingn­um fyr­ir næsta ár.

Hæl­is­leit­end­ur sem sóttu hér á landi um vernd á síðasta ári voru 4.157 tals­ins. Fram kem­ur í svör­um ráðuneyt­is­ins að í út­gjöld­un­um vegi langþyngst þjón­usta við hæl­is­leit­end­ur, sem kostaði um rúm­lega 10,8 millj­arða á síðasta ári.

Þar á eft­ir kem­ur end­ur­greiðsla fé­lagsþjón­ustu til sveit­ar­fé­laga sem nam tæp­lega fjór­um millj­örðum og svo fóru rúm­lega 2,156 millj­arðar í mála­kostnaðarlið hæl­is­leit­enda.

Inn­flytj­endaráð og mót­taka flótta­manna kostaði rúm­lega 1,4 millj­arða og tæp­ur millj­arður fór í Útlend­inga­stofn­un. Aðrir kostnaðarliðir námu und­ir ein­um millj­arði króna hver.

65,3% aukning á milli ára

Ná þessi út­gjöld bæði yfir starf­semi dóms­málaráðuneyt­is­ins og fé­lags- og vinnu­markaðsráðuneyt­is­ins er varðar út­lend­inga­mál.

Árin 2020 og 2021 stóð kostnaður vegna út­lend­inga­mála í stað í rúm­lega sex millj­örðum en árið 2022 tvö­földuðust út­gjöld vegna mála­flokks­ins og urðu rúm­lega 12 millj­arðar.

Á milli ár­anna 2022 og 2023 jókst kostnaður vegna mála­flokks­ins því um rétt rúm­lega 65,3%.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka