Jarðskjálfti af stærðinni 3,4 varð í suðausturbarmi Kötlu á fimmta tímanum í morgun.
Síðasti skjálfti af þessari stærðargráðu varð í Kötlu 29. ágúst í fyrra og mældist hann 3,3 að stærð.
Skjálftar af þessari stærð eru ekki óalgengir í Mýrdalsjökli, að sögn Sigríðar Kristjánsdóttur, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands.
Um 40 jarðskjálftar hafa mælst frá miðnætti í kvikuganginum við Svartsengi á Reykjanesskaga.
Virknin er mjög svipuð og í gær, að sögn Sigríðar og voru allir skjálftarnir litlir.