Biðlisti barna á BUGL styst til muna

Barna- og unglingageðdeild Landspítalans.
Barna- og unglingageðdeild Landspítalans. Ómar Óskarsson

Með auknu framlagi hefur markmið um að ekkert barn bíði þjónustu Barna og  unglingadeildar Landspítala, BUGL, lengur en 90 daga frá þjónustubeiðni tekist. 

Þetta segir í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Þá segir að aukalegt framlag upp á 55 milljónir króna í þrjú ár sé lykillinn að því að markmiðið hafi náðst.

Í tilkynningu er ennfremur haft eftir Willum Þór Þórssyni, heilbrigðisráðherra að í lok janúar hafi 26 börn beðið eftir þjónustu og biðin að jafnaði 1,3 mánuðir. „Áður en þetta aukna framlag kom til biðu jafnan um 100-130 börn á hverjum tíma eftir þjónustu og biðin var oft margir mánuðir,“ segir Willum.  

Þá segir að „aukið fjármagn hafi gert BUGL kleift að ráða fleiri sérfræðinga og fjölga meðferðarteymum göngudeildar úr tveimur í þrjú. Samhliða voru gerðar breytingar á verkferlum og skipulagi þjónustunnar með auknu samstarfi göngudeildar og legudeildar. Þetta hefur gefist vel og aukið þjónustugetuna til muna,“ segir í tilkynningu. 

Willum Þór Þórsson.
Willum Þór Þórsson. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert