Framlengir lokun Grindavíkur

Búið er að stefna íslenska ríkinu, meðal annars vegna banns …
Búið er að stefna íslenska ríkinu, meðal annars vegna banns við dvöl í Grindavík. mbl.is/Hermann

Brottflutningur íbúa frá Grindavík hefur verið framlengdur, samkvæmt fyrirmælum ríkislögreglustjóra sem voru gefin út á sunnudag.

Mánudaginn 15. janúar tók gildi ákvörðun um brottflutning íbúa frá Grindavík, sem nú hefur verið framlengd til 19. febrúar.

Eingöngu verður heimilt, með sérstöku leyfi lögreglustjórans á Suðurnesjum í samstarfi við almannavarnadeild ríkislögeglustjóra, að dvelja eða starfa í Grindavík.

Sérfræðingar telja að stutt sé í gos eða kvikuhlaup nálægt Grindavík. Kvika í kviku­hólf­inu und­ir Svartsengi er nú um 9 millj­ón­ir rúm­metr­ar og er því orðið jafn­mikið og þegar gaus 14. janú­ar, en þá var talið að kvik­an væri á bil­inu 9-13 millj­ón rúm­metr­ar.

Gert til að takmarka líkams- eða heilsutjón

Ríkislögreglustjóri segir að fyrirmælin séu framlengd með hliðsjón af markmiði almannavarna að takmarka að almenningur verði fyrir líkams- eða heilsutjóni. Þá segir að lögreglustjóri beiti heimild samkvæmt 24. grein lagana um almannavarnir 82/2008.

Þá segir að við gerð fyrirmæla ríkislögreglustjóra hafi verði leitast eftir að gæta meðalhófs eins og kostur var.

Eins og mbl.is hefur greint frá, hefur Grindvíkingur stefnt íslenska ríkinu vegna lokunar bæjarins. Hann vill meina að stjórn­völd­um sé ekki heim­ilt að meina mönn­um að fara heim til sín eða á starfs­stöð sína.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert