Gæti gosið á Reykjaneshrygg: „Teikn á lofti“

Eldey rís úr sæ suðvestur af Reykjanesi og stendur á …
Eldey rís úr sæ suðvestur af Reykjanesi og stendur á Reykjaneshrygg. Talið er að eyjan sé leifar frá forsögulegu neðansjávargosi sem náði til yfirborðs. Skjálftavirknin nú er miklum mun sunnar á hryggnum. Ljósmynd/Páll Stefánsson

„Mér finnst vera teikn á lofti um að eitthvað sé að fara af stað þarna. Þessi hrina er þessleg.“

Þetta segir Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands, um þá jarðskjálftahrinu sem vart hefur orðið á Reykjaneshrygg djúpt suður af Íslandi.

Stærsti skjálftinn mældist 5,4 stærð laust fyrir klukkan 14 í gær. Fleiri hrinur hafa mælst á liðnum mánuðum, eins og mbl.is hefur greint frá.

Skjálftahrinan er á Reykjaneshrygg.
Skjálftahrinan er á Reykjaneshrygg. Kort/USGS

Gæti tengst virkni á Reykjanesskaga

Þorvaldur telur að skjálftahrinan á Reykjaneshryggnum geti alveg tengst þeim atburðum sem átt hafa sér stað á Reykjanesskaganum að undanförnu.

Spurður hvað hann lesi út úr þessari hrinu segir Þorvaldur:

„Þessir skjálftar eru á 6-7 kílómetra dýpi, sem þýðir að kvika sé ekki að koma beint upp strax, en hún gæti verið að safnast fyrir þarna undir. Það gæti því alveg farið að gjósa þarna.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert