Myndir: Uppgötvuðu hyldýpi undir gervigrasinu

Unnið var að því að fjarlægja gervigrasið til að kanna …
Unnið var að því að fjarlægja gervigrasið til að kanna umfang sprungunnar í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Djúp sprunga liggur undir gervigrasvellinum í knatthúsinu í Grindavík.

Ljósmyndari og blaðamaður mbl.is fylgdust með vinnu við sprunguna í dag, en verið var að fletta grasinu af til að kanna umfang sprungunnar. 

Telja viðbragðsaðilar að sprungan sé um níu metra djúp en hún liggur horn í horn yfir völlinn. Húsið var reist árið 2008.

Sprungan liggur í gegnum völlinn.
Sprungan liggur í gegnum völlinn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Á sprungu sigdals

Á korti má sjá að íþróttahúsið er á sprungu sigdals sem myndaðist við eldgosið í janúar.

Hinum megin við húsið eru svo mörk enn stærri sigdals, sem myndaðist við kvikuhlaupið 10. nóvember.

Stendur húsið því á milli sigdalanna tveggja sem uppgötvast hafa innan bæjarmarka Grindavíkur. 

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert