Tvö ungmenni handtekin við mótmælin

Frá mótmælunum í gær.
Frá mótmælunum í gær. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tvö ungmenni voru handtekin við Alþingishúsið í morgun þegar nem­end­ur í grunn­skól­um á höfuðborg­ar­svæðinu komu þar sam­an til að mót­mæla aðgerðal­eysi stjórn­valda í mál­efn­um Palestínu.

Kristján Helgi Þráinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn staðfestir þetta í samtali við mbl.is. Hann segir ungmennin hafa gerst sek um eignaspjöll og ekki hlýtt fyrirmælum lögreglu.

Þá hafi þau ekki viljað gefa upp nafn sitt og kennitölu. 

Mótmælin gengu almennt vel

Viðkomandi voru færð á lögreglustöð og komu foreldrar þeirra þangað að sækja þau.

Ekki er ljóst hvort einhverjar afleiðingar verði af málinu. 

Stór hópur barna kom saman á Austurvelli. Kristján segir lítinn minnihluta hópsins hafa kastað eggjum í Alþingishúsið.

Að öðru leyti gekk þetta að mestu vel fyrir sig, bætir hann við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert