Borgin bíður eftir skýrslunni

Einar Þorsteinsson borgarstjóri.
Einar Þorsteinsson borgarstjóri. mbl.is/Sigurður Bogi

Reykjavíkurborg ætlar að bíða eftir skýrslu um flugvallargerð í Hvassahrauni áður en tekin verður ákvörðun um hvort sá möguleiki komi áfram til greina eða ekki.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram tillögu í borgarstjórninni í gær um að fallið yrði frá fyrirætlunum um flugvöll í Hvassahrauni í ljósi eldsumbrota á Reykjanesskaganum. Tillagan var eftirfarandi:

„Borgarstjórn samþykkir að falla frá öllum fyrirætlunum um að færa Reykjavíkurflugvöll í Hvassahraun og falla samhliða frá frekari framlögum borgarinnar til rannsóknar á Hvassahrauni sem mögulegu flugvallarstæði.“

Á móti var lögð fram málsmeðferðartillaga um að vísa málinu frá. Var hún samþykkt með atkvæðum borgarfulltrúa meirihlutans, Framsóknarflokks, Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar ásamt VG. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn frávísuninni en fulltrúar Flokks fólksins og Sósíalistaflokksins sátu hjá.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka