Hjálpræðisherinn eða moska?

Hús Hjálpræðishersins.
Hús Hjálpræðishersins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Frestur Félags íslenskra múslima til að byggja á lóð við Suðurlandsbraut rennur út í sumar. Hjálpræðisherinn hefur augastað á lóðinni.

Nýlega var greint frá því í Morgunblaðinu að Hjálpræðisherinn væri búinn að sprengja utan af sér húsnæði sitt á Suðurlandsbraut og hefði hug á að sækja um lóðina við hliðina, á reit merktum S3 með byggingarrétt í samþykktu deiliskipulagi.

Ingvi Kristinn Skjaldarson safnaðarhirðir sagði að það væri rökrétt staðsetning, bæði vegna bílastæða og til að hafa starfsemina á sama stað, en Hjálpræðisherinn sinnir í síauknum mæli hælisleitendum hérlendis og þarf meira rými.

Lóðin eyrnamerkt í 11 ár

Lóðin sem Hjálpræðisherinn hefur augastað á er þó ekki á lausu, en hún var eyrnamerkt Félagi íslenskra múslima árið 2013 og félagið er enn handhafi lóðarinnar. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í gær. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert