Hryðjuverkaógn fyrst og fremst frá öfgafullum einstaklingum

Sérsveit ríkislögreglustjóra.
Sérsveit ríkislögreglustjóra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sam­kvæmt nýju mati grein­ing­ar­deild­ar rík­is­lög­reglu­stjóra á hryðju­verka­ógn á þessu ári er hættu­stigið á Íslandi áfram metið á þriðja stigi af fimm en það merk­ir aukna ógn.

Ógn vegna hugs­an­legra hryðju­verka­árása staf­ar fyrst og fremst frá ein­stak­ling­um sem fyr­ir sak­ir þess að aðhyll­ast of­beld­is­fulla öfga­hyggju og bera hat­ur til sam­fé­lags­ins eru reiðubún­ir að fremja hryðju­verk.

Í skýrsl­unni er fjallað um breyt­ing­ar á skil­grein­ingu hættu­stigs vegna hryðju­verka­ógn­ar en sú vinna hef­ur staðið yfir í tölu­verðan tíma. Hættu­stig hér á landi er nú í sam­ræmi við skil­grein­ing­ar um hættu­stig flestra sam­starfs­ríkja Íslands. Í skýrsl­unni er farið ít­ar­lega yfir þær hætt­ur sem horft var til við gerð mats­ins.

Þá er í skýrsl­unni farið yfir þá þróun sem hef­ur orðið meðal ein­stak­linga og hópa sem aðhyll­ast of­beld­is­fulla öfga­hyggju. Gerð er grein fyr­ir hugs­an­legri framtíðarþróun hryðju­verka­ógn­ar á Íslandi og þeim drif­kröft­um sem geta haft áhrif þar á.

Eng­ar vís­bend­ing­ar um hryðju­verka­hópa á Íslandi

Tengsl lýðskrums, upp­lýs­inga­óreiðu og öfga­hyggju er skoðað en sam­an mynda þess­ir þætt­ir sam­tengda ör­ygg­is­ógn sem sam­hliða örri tækniþróun geta haft nei­kvæð áhrif á til langs tíma, ekki síst með til­komu risa­vax­inna gervi­greind­ar­knú­inna tungu­mála­lík­ana.

Í skýrsl­unni kem­ur fram að eng­ar vís­bend­ing­ar séu um að hryðju­verka­hóp­ar séu starf­andi á Íslandi. Þá eru ekki vís­bend­ing­ar um að ís­lensk­ir hryðju­verka­hóp­ar séu starf­rækt­ir er­lend­is.

Rifjað er upp að fyrsta ákæra vegna brota á hryðju­verka­ákvæði hafi verið gef­in út árið 2022, en aðalmeðferð í mál­inu hefst fyr­ir héraðsdómi á morg­un. Var það vegna ætlaðrar til­raun­ar til hryðju­verka. Þá var í síðasta mánuði fjöl­skyldu vísað úr landi vegna upp­lýs­inga er­lendra sam­starfsaðila lög­regl­unn­ar um að faðir­inn hefði starfað með Ríki Íslams.

Skýrsla grein­ing­ar­deild­ar rík­is­lög­reglu­stjóra 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka