Rannsókn í manndrápsmáli gengur vel

Gæsluvarðhald var framlengt í dag.
Gæsluvarðhald var framlengt í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Gæsluvarðhald yfir konu sem grunur leikur á að hafa ráðið 6 ára syni sínum bana á Nýbýlavegi í Kópavogi hefur verið framlengt.

Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar deildar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að rannsókn miði mjög vel en ofsagt sé að segja að hún sé á lokametrunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert