Um 40 jarðskjálftar hafa mælst í kvikuganginum við Svartsengi frá miðnætti.
Þetta er svipaður fjöldi og síðustu daga.
Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir alla skjálftana hafa verið um eða undir einum að stærð og að engar breytingar hafi verið á svæðinu í nótt.