Á svipuðum stað og gosið í desember

Ljósmynd/Aðsend

Eldgosið sem hófst í morgun er á svipuðum stað og það sem varð í desember síðastliðnum, að sögn Böðvars Sveinssonar, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands.

„Það hefur aðeins stækkað og breitt úr sér. Sprungan virðist hafa lengst til norðurs,” segir Böðvar.

Eldgosið í desember hófst þann 18. en lauk þremur dögum síðar.

Uppfært kl. 7.00:

„Á þessu stigi er ekki vitað hversu lögn sprungan er sem gýs á, en fyrstu mínúturnar virðist hún vera að lengjast bæði til suðurs og norðurs,” segir í tilkynningu frá Veðurstofunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert